Ferill 589. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1074  —  589. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um kynjaskiptingu í stjórnum, ráðum og nefndum á málefnasviði ráðherra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er kynjaskiptingin í þeim stjórnum, ráðum og nefndum sem starfandi eru á málefnasviði ráðherra? Óskað er upplýsinga um kynjaskiptingu í hverri nefnd, stjórn og ráði um sig.

    Taflan hér á eftir sýnir kynjaskiptingu skipaðra aðalmanna í nefndum, stjórnum og ráðum en nær ekki til varamanna.

Heiti nefndar, stjórnar, ráðs Kynjaskipting
KK KVK
Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar 2017–2020 1 1
Áfrýjunarnefnd neytendamála 2017–2021 1 2
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála 2017–2021 3 1
Eftirlitsnefnd fasteignasala 2016–2019 2 2
Endurskoðendaráð 2017–2021 3 3
Faggildingarráð 2018–2020 5 1
Fagráð atvinnulífsins og Neytendastofu á sviði mælifræði 5 1
Ferðamálaráð 2015–2018 5 5
Hönnunarsjóður, stjórn 2016–2018 2 3
Iceland Naturally, N-Ameríka 2017–2019 2 5
Kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa 2017–2018 2 1
NATA, vestnorrænt ferðamálasamstarf 2017–2020 1 1
Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sbr. lög nr. 58/2016 1 2
Nefnd um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga 0 2
Nefnd um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist 2 2
Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga 2015–2018, sbr. lög nr. 41/2015 1 2
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, stjórn 2018–2019 3 2
Prófnefnd bifreiðasala 2016–2018 2 2
Prófnefnd bókara 2015–2019 1 2
Prófnefnd, sbr. bráðabirgðaákvæði II í lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015 1 2
Prófnefnd til löggildingar endurskoðunarstarfa 2017–2021 2 1
Prófnefnd vigtarmanna 2015–2020 2 1
Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs 2015–2019 1 2
Reikningsskilaráð 2016–2020 3 2
Starfshópur um að efla sýnileika hugverkaréttinda 4 3
Starfshópur um gerð orkustefnu 8 7
Starfshópur um kennitöluflakk í atvinnurekstri 0 2
Starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði raforku 5 4
Starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli (þriggja fasa rafmagn) 2 3
Starfshópur um raforkumál garðyrkjubænda 4 1
Starfshópur um raforkumálefni á Norð-Austurlandi 4 4
Starfshópur um raforkumálefni á Vestfjörðum 4 3
Stjórn Flugþróunarsjóðs 4 3
Stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2017–2019 2 2
Stjórn Samkeppniseftirlitsins 2017–2021 1 2
Stjórnarnefnd tryggingardeildar útflutnings 2 3
Stýrihópur um framkvæmd hönnunarstefnu 2014–2018 0 3
Stýrihópur v/samnings um vegtengingu milli iðnaðarsvæðisins á Bakka og Húsavíkurhafnar 3 0
Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs 2016–2018 6 5
Tækniþróunarsjóður, stjórn 2017–2019 2 4
Úrskurðarnefnd raforkumála 2015–2019 2 1
Verkefnisstjórn um ferðamálaáætlun 2020–2025 2 4